Gamli skólinn á Eyrunum fær nýtt nafn og heitir nú Sæberg.

Vinna við að gera upp húsið hófst í október 2013. Þá var búið að leggja rafmagn og ljósleiðara í húsið. Fyrst voru innveggir fjarlægðir og gamla gólfið og svo var steypt nýtt gólf.

Klárað var að rífa innan úr húsinu og skorsteinninn brotinn í burtu. Sagað fyrir nýjum gluggum á norður og vesturhlið. Húsið var síðan gert upp sem frístundahús.